
.
Athyglisvert


Þessi grein var í 24. Stundum 26. febr 08
Til gamans

Heir, heir......
Innlent | Morgunblaðið | 19.11.2007 | 05:30
Afþakka vist vegna gæludýrs
?Ég hef oft hugsað um það þegar ég hef verið að vinna með öldruðum hvers vegna þeir megi ekki hafa gæludýr. Ég veit hvað það gerir fólki gott, bæði börnum, fullorðnum, einmana fólki og fötluðu,? segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir sem nú er sest í helgan stein en starfaði um margra ára skeið sem forstöðukona í þjónustuíbúðum aldraðra.
Hún þekkir dæmi þess að fólk sem hafi átt gamlan kött eða hund en ekki mátt taka hann með sér inn á öldrunarstofnun hafi hafnað plássi, enda ekki getað hugsað sér að aflífa dýrið. ?Það hefur lengi verið áhugamál mitt að fólk eigi val og til séu staðir þar sem hafa megi dýr og svo aðrir sem þar sem þeir sem ekki vilja þessi ?villidýr? séu lausir við þau. Komið hefur fram að hollt sé að vera með dýr og blóðþrýstingur lækki jafnvel í kjölfarið og þá sjaldan ég kom með hundana til að sýna fólkinu skapaði það mikla gleði. Ég held að spara mætti mikið í lyfjum með því að leyfa dýr og jafnvel smáblómarækt líka.?
Anna Þrúður lýsir eftir húsnæði sem byggt væri og markaðssett með það í huga að þar mættu vera gæludýr en sjálf heldur hún langhundatíkurnar Píu og Pínu. ?Á síðasta staðnum þar sem ég var forstöðukona var fólk sem næstum tárfelldi ofan í feldinn á tíkunum mínum þegar ég kom með þær.?
Óli Tynes skrifar:
Sólböð geta seinkað öldrun um allt að fimm ár, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Bretlandi. Vísindamennirnir komust að því að fólk sem forðast sólina eða hefur of lítið af D-vítamíni í líkamanum sé líklegra til að verða fyrir genetiskum "skemmdum" sem tengd eru öldrun og aldurstengdum sjúkdómum.
Munurinn getur verið svo mikill að þeir sem hafa lítið D-vítamín geta verið fimm árum eldri líffræðilega en hinir.
D vítatmín er oft kallað sólskinsvítamínið vegna þess að líkaminn fær 90 prósent þess úr sólarljósi.
Rannsóknarstjórinn, Dr. Brent Richards við Kings College í Lundúnum, segir að þetta séu mjög spennandi niðurstöður. "Þær sýna framá, í fyrsta skipti, að fólk sem hefur mikið D-vítamín í líkamanum eldist hægar."
Tim Spector prófessor sem einnig tók þátt í rannsókninni segir; "Það ríkir ótti við húðkrabbamein og það hrjáir þúsundir manna á hverju ári. En D-vítamínskortur gerir hundruð þúsunda manna veika. Og þeir sjúkdómar geta dregið fólk til dauða."
Henry Scowcroft hjá bresku krabbameinsrannsóknarstöðinni svarar þessu og segir; "Það þarf ekki langan tíma í sólinni til þess að framleiða D-vítamín. Og alltaf skemmri tíma en það tekur að verða brúnn eða brenna.
Vakin með kossi fimm að morgni
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@24stundir.is
Stundvíslega klukkan 6 á morgnana er klórað í glugga á heimili Guðlaugar Þorkelsdóttur í Grafarvoginum. Þar er á ferðinni tæplega eins árs köttur nágrannanna, Harry, sem ætlar sér að verja deginum með Mása og Persa, köttunum sem fyrir eru á heimili Guðlaugar. Reyndar er Guðlaug alltaf komin fram úr þegar Harry guðar á gluggann.
,,Mási vekur mig með kossi klukkan fimm á hverjum morgni og fer síðan fram í eldhús. Fari ég ekki strax fram úr til að gefa honum kemur hann og sækir mig," segir Guðlaug.
Hún segir Mása ráða öllu á heimilinu. ,,Hann ráðskast með mig fram og til baka og étur allt frá Persa enda er hann orðinn 8 kíló. Persi, sem er um 4 kíló, bíður bara rólegur því hann veit að ég gef honum þegar Mási er farinn út. Þegar Harry er kominn inn um gluggann fer hann beint í matarskálina í eldhúsinu og Mási bíður reyndar oft eftir honum. Eftir að hafa gætt sér á soðinni ýsu, sem er uppáhaldsmaturinn, eða kattarfóðri leggja þeir sig svo saman eða fara út saman og ganga alltaf sama hringinn í hverfinu. Mási gætir Harrys alltaf fyrir öðrum köttum."
Persi er ekki jafnhrifinn af Harry litla sem vanið hefur komur sínar á heimilið frá því í maí síðastliðnum. ,,Harry á heimili en þar eru hundar og það er kannski þess vegna sem hann sækir til okkar. Frá okkur fer hann ekki fyrr en klukkan 22 á kvöldin og þá fer hann beina leið heim til sín." Guðlaug segir húsbændur Harrys vita af komum hans til hennar.
,,Þeir hafa bent á að hann eigi greiðan aðgang að sínu eigin heimili en ég get ekki annað en hleypt honum inn. Hann nýtur þess svo að vera með Mása."
-------------------------------------------------------------
Þessa frétt fékk ég sérstaklega senda í tölvupósti:
Innlent | mbl.is | 25.9.2007 | 14:17
Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt
Það er ýmislegt sem kemur til kasta lögreglu. Í síðustu viku hringdi karl á þrítugsaldri í lögreglu um miðja nótt og óskaði eftir skjótri aðstoð. Maðurinn, sem býr í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði, sagði að tveir kettir hefðu hreiðrað um sig í rúmi hans og létu mjög ófriðlega.
Samstundis var brugðist við þessum tíðindum og lögreglumenn voru fljótir á vettvang. Þegar að var komið hafði húsráðandi hrökklast út á svalir en kettirnir voru enn innandyra. Útidyrahurðin var auðvitað harðlæst og því snöruðust lögreglumennirnir upp á svalir og fóru þaðan inn í íbúðina. Í svefnherberginu mættu þeir köttunum sem voru nú komnir undir rúmið. Dýrin báru lita virðingu fyrir laganna vörðum og hvæstu sem mest þau máttu. Kettirnir urðu þó fljótt að játa sig sigraða enda voru þeir ofurliði bornir af lögreglumönnum sem voru auk þess vopnaðir kústsköftum. Kettirnir voru hraktir út í náttmyrkrið og hefur ekkert spurst til þeirra síðan.
Húsráðandi var að vonum glaður þegar kettirnir voru á bak og burt og ekki er annað vitað en að hann hafi sofið vel það sem eftir lifði nætur, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi frétt var í mbl í morgun. Hvenær skyldi þetta koma hér á Íslandi????
Þessi grein var í Mbl í gær 7. nóv