Hundategundir

Hér ætla ég að setja stuttar lýsingar á hundategundum. 

Chihuahua

Uppruni:

Chihuahua hundategundin er sú minnsta í heiminum en menn greinir á um uppruna hennar.  Líklegasta kenningin er sú að tegundin sé uppruninn í Mexíkó, sem er talin líklegasta kenningin. Tegundin var fyrst flutt til Evrópu (Bretlands) árið 1850. Ýmsir sérfræðingar hafa getið sér til um að litlir hundar, líkir og Chihuahua hafi komið til Ameríku með spænska hernum frá Hernando Cortes árið 1519. Aðrir, að kínverskir sjóferðalangar hafi tekið með sér litla smáhunda til Ameríku fyrir komu þeirra til Evrópu. Chihuahua tók þátt í helgisiðum í Mexíkó fyrir mörgum árum, þeir voru sagðir vera heilagir og þeim var stundum fórnað fyrir guðina. Þó að Chihuahua sé lítill, þá er hann furðu sterkur, enda eru uppi hugmyndir um að Chihuahua hafi verið villtir hér áður fyrr. Elstu forfeður hundanna lifðu í óbyggilegri eyðimörk, sem núna er Mexico.  Chihuahua hundarnir lifðu af þarna vegna hinna stóru eyrna sinna en þessi risastóru leðurblökueyru hjálpuðu til við að halda hundunum rökum.  Ugginn á eyrunum safnaði raka úr loftinu og hjálpaði þessum ótrúlegu hundum að safna í sig rakanum í gegnum húðina.   Þannig gátu þeir verið í margar vikur.  

Lýsing

Einkenni chihuahua er hið eplalaga höfuð, stór vökul augu, uppsett eyru sem eru staðsett tíu mínútur í tvö, hálfhringað skott sem borið er hátt, sterkbyggður líkami og hugrekki  sem oft er meira en góðu hófi gegnir.  Hann er tryggur, húsbóndahollur, mjög fjörugur og greindur. það  eru til tvö afbrigði  af chihuahua og það eina sem aðgreinir þau er feldurinn, sem er ýmist snöggur eða síður. Þessar tegundir eru ekki sýndar saman á sýningum heldur eins og um tvær tegundir sé að ræða.

Stærð og útlit

Stærð hans getur þó verið mjög misjöfn, allt upp í 3 kg. Ákjósanleg stærð er 1,5 kg. til 3 kg . Engin takmörkun er á hæð chihuahua samkvæmt staðli FCI um tegundina. Það sem sérstaklega ýtir undir  margbreytileika tegundarinnar er að allir litir og litasamsetningar eru leyfilegar.

Hreyfing

Chihuahua nýtur þess að fara reglulega í góðar göngur en kallar ekki á þær á hverjum degi og veðurfar hefur þar að sjálfsögðu áhrif. Snögghærðir Chihuahua geta verið kulvísari en þeir loðnu en bæði afbrigði þiggja eflaust smart föt til að ylja sér á köldum dögum.

Umhirða

Chihuahua þarf litla feldumhirðu en gott er að greiða yfir feldinn vikulega. Klippa þarf klær reglulega og strjúka yfir tennur og góm með mjúkum bursta eða tusku daglega, svo að tannsteinn myndist síður. Það er líka hægt að kaupa bein fyrir þá, svokölluð greenies, og einnig hægt að fá duft sem sett er saman við matinn og hjálpar til við tannhirðu. Chihuahua verður mjög háður eiganda sínum  og getur verið var um sig gagnvart ókunnugum og vill sjálfur fá að koma til fólks á sínum tíma og hraða, annars getur fólk bara átt sig. Chihuahua sem hefur frá fyrstu tíð alist upp við gott atlæti, ætti að hafa alla burði til að vaxa upp í að vera andlega og líkamlega sterkur hundur sem umgengst lífið af gleði og öryggi og vera ómetanleg gleði öllum þeim sem hann umgangast.

Lífsskeið 13-14 ár

Japanskur chin

Tegundin

Japanskur chin er greindur ánægður rólegur og kátur lítill hundur, sem elskar að vera miðja athyglinnar.  Hann er barngóður og einnig góður með öðrum hundum og dýrum.   Japanskur Chin er harðger hundur og lítið er um sjúkdóma í tegundinni.  Hann er ástúðlegur og blíður og geltir sjaldan.  Hann bindst eiganda sínum og reynir sitt ýtrasta til að þóknast honum .  Hann þolir nokkuð vel kalda veðráttu og borgarlíf. 

Uppruni

Menn hefur greint á um uppruna tegundarinnar en sumir telja að hann sé kominn af smáhundum líkum pekinghundum sem fylgdu búddamunkum til Japans um 500 e. Kr.  Aðrir staðhæfa að hann sé afkomandi kjölturakka sem Japanskeisari fékk að gjöf frá yfirvöldum í Kóreu árið 732 e. Kr. 

Japanskur chin var hundur keisarahirðarinnar í Japan.  Hann barst til Evrópu og Ameríku á 19. öld .  Í Japan var hann gæluhundur hefðarkvenna og þegar hann kom til Evróðu var hann aðallega í eign hefðarfólks.  Viktoría drottning átti einn og Japanska keisarafjölskyldan hafði mikið dálæti á þessum hundum.  Sagan segir að fyrr á tímum hafi smávaxnir chin hundar stundum verið hafðir í hangandi búrum, líkum fuglabúrum.  Þessi tegund hefur aðeins verið ræktuð sem kjölturakki til að veita fólki félagsskap.

Umhirða.

Chin er hreinlegur hundur en bursta þarf feldinn daglega til að halda honum fallegum.  Fylgjast þarf vel með augum, eyrum og trýni og klippa klær eftir þörfum.  Tegundin þolir hita illa.  Feldurinn er síður og silkikenndur og fer ekki í hnúta. Japanskur chin er vinsæll sýningar og heimilishundur og það er auðvelt að húsvenja hann og kenna honum. 

Hreyfing

Japanskur Chin þarf ekki mikla hreyfingu en hefur gaman af henni.  Varast þarf að ofgera þeim vegna öndunarerfiðleika. Hann hentar vel í íbúðum þar sem hann sættir sig við  stutta göngutúra og honumn nægir oft að hlaupa um í garðinum.

Útlit.

Höfuð er breitt og ávalt að ofan, Augu eru stór kringlótt og svört.  Augnsvipur er leiftrandi.  Skott hringast yfir bak. Þyngdin er f rá 2 kg upp í 6 kg og hæðin er U.þ.b. 25 sm. Algengasti liturinn er hvítur með svörtum flekkjum en líka eru til hundar með rauðum flekkjum og gulum en þeir eru sjaldgæfari.   Breið blesa er æskileg.

Lífsskeið Japanese chin er 11-12 ár

Papillon

Sagan.

Papillon er franska og þýðir fiðrildi. Uppruninn er óviss en heimildir eru til um sölu á einum hundi 1545 og síðan er saga hans þekkt í aðalatriðum. Á 16. öld var papillon vinsæll kjölturakki meðal hefðarfólks á Spáni og í Frakklandi og svo í framhaldi af því á Skotlandi og Englandi. Sumir vilja meina að upphaf þessara hunda megi rekja til klaustranna í austri þekkt saga tegundarinnar á upphaf sitt á Ítalíu. Hægt er að fylgjast með þróun tegundarinnar á málverkum, en mjög vinsælt var að mála hefðardömur og börn með smáhundunum sínum. á einstaka málverkum má sjá hundana allt frá 13. öld og þeir urðu sérstaklega vinsælir í málaralist á 15. öld. Sagt er að Henrik III Frakklandskonungur hafi fallið alveg fyrir papillon hundum. og fylgir sögunni að hann hafi mætt á fundi sína með silkikörfu um hálsinn sem í leyndust fleiri en einn hundur. Hann valdi líka hundana sína sjálfur í Lyon sem var kaupmiðja fyrir smáhunda.

Einkenni

Papillon er skemmtilegur, smávaxinn og fjörugur smáhundur í góðu jafnvægi og segja sumir að þetta sé stór hundur í litlum líkama. þetta eru gáfaðir hundar og auðvelt að kenna þeim nýja hluti. þeir eru vinalegir og opnir og og bera oftast mikla virðingu fyrir foringja sínum og njóta þess að gera eitthvað fyrir hann. Papillon er greindur og vinalegur hundur og öflugri en útlitið gefur til kynna. Hann getur orðið eigingarn á sambandið við eigandann og ekki alltaf upprifinn við aðra. Þessir hundar standa sig oftast mjög vel í hundafimi og hlýðni.

Umhirða

Papillon þarf ekki á mikilli umhirðu að halda en hafa gott og gaman af útivist og geta þeir farið í langa göngutúra án þesss að þreytast. Papillon er fíngerður léttur smáhundur sem á að hreyfa sig auðveldlega og bera sig tignarlega. það þarf að greiða reglulega gegnum feldinn á þeim og hugsa vel um tennur, þrífa eyru og klippa undir þófa eins og á öllum öðrum tegundum. Mjög misjafnt er hversu mikið þeir fara úr hárum en þeir ættu ekki að gera það nema tvisvar á ári.

Útlit

þyngd er 2.5 -5 kg oftast eru þeir í kringum 3-4 kg og hæð 20 -28 sm. Eyrun eiga að vera stór rúnnuð og eins og útbreiddir vængir fiðrildis. Skottið er flott og kemur upp á bakið

Lífsskeið 13-15 ár.

Dachshund eða langhundur

Sagan

Langhundar eiga ættir að rekja til miðalda og voru upphaflega ræktaðir til að veiða dýr sem lifðu neðanjarðar eða í grenjum. Fyrsti langhundurinn sem vitað eru um var í eigu Viktoríu drottningar og er talið að hún hafi eignast langhund árið 1839. Í byrjun var áhersla lögð á ræktun snögghærðra langhunda en síðan bættust við stríhærðir og síðhærðir. Sumir segja að langhundurinn sé hreinn Germani en hundar með langan búk og stutta fætur eru til á veggmyndum í fornum egypskum hofum og í Mexíkó, Grikklandi og Kína eru til stein og leirstyttur af hundum svipuðum Dachshund.

Eiginleikar

Langhundarnir eru skemmtilegirr og kátir hundar, þeir eru gamansamir og mjög blíðir. Þeir eru góðir heimilishundar sem verða mjög hændir að fjölskyldu sinni. Þeir eru líka góðir varðhundar því þeir gelta hærra en stærðin segir til um. Þ essi kröftugi,hugrakki hundur hefur mikið þol og er furðu duglegur að ganga á stuttu vöðvahnykkluðum fótunum þó að afturfæturnir séu styttri en framfæturnir. Langhundurinn er ástúðlegur, glaðvær, sjálfstæður, djarfur og greindarlegur á svipinn.  Til eru þrjú afbrigði af hundinum sem ræðst af gerð feldsins og síðan smáhundar af hverju afbrigði eða sex útgáfur alls. Þrú afbrigði hundsins eru standard eða snöggur, strýhærður og síðhærður. Síðhærði langhundurinn er rólegastur af þeim.

Umhirða

Síðhærði og strýhærði langhundurinn þurfa reglulega burstun. Þessir hundar þurfa þó nokkra hreyfingu og hafa bæði gaman og gott af henni. Síðhærði langhundurinn hentar vel fyrir borgar- og íbúðarlíf. Langhundum hættir til að fá brjósklos og því þarf að gæta þess að þeir stökkvi ekki mikið upp eða niður af borðum eða stólum.

Útlit

Hæðin á herðakamb er á bilinu 12-22 cm, fer eftir afbrigði og þyngdin er fyrir stærri hundinn er 9-12 kg og fyrir minni hundinn um 4.5 kg. Ýmsir litir eru leyfilegi og gilda sömu reglurnar um snögghærðan langhund og síðahærðan en hjá þeim stríðhærða eru allir litir leyfilegir. Snögghærðir og síðhærðir geta bæði verið einlitir og tvílitir. Aðallega í brúnu svörtu og rauðu.

Langhundar geta lifað í 12-14 ár.

clockhere

Tenglar

*VERÐSKRÁ*

VERÐSKRÁ 

VOFFATÍSKU

ATH.
 Best er að millifæra á mig.

Tegundapúðar

Kr 3000. (Sendingarkostnaður er ekki innifalinn)

 


FLÍS og Jogging-PEYSUR
xxxs-xs 2000,-  hettupeysur/
s-m 2900,- hettupeysur
l-xl 3900,-Hettupeysur
                                          

                                         
GALLAR - fleece, jogging
 
XXXS-XS-  2500
              S-3000
             M-3900
             L-4900
                XL-5900


Fleece hundaKÁPUR

Meðfrönskum rennilás undir kvið og að framan. Mjög þægilegt að klæða hundinn í
XXXS-XS - 1700
S-M - 2900
L-XL - 3900


JOGGING HETTUPEYSUR
XXXS-XS 2000 með hettu og 1700 með kraga,-
S-M 2700  með hettu og 2500 með kraga
L-XL 3700  með hettu og 3500 með kraga


ÍSLENSKAR LOPAPEYSUR/án erma (þægilegar og gott að klæða hundana í)
XXXS-XS 2000,-
 S - 2300
    M - 3500  
L - 4000
XL- 4300

ÍSLENSKAR LOPAPEYSUR/m ermum
XXXS-XS 2500,-
S - 2500
    M - 3500  
L - 4200
XL- 4500


BELLY BÖND/pissubelti
1400 kr til 2000 eftir stærð

Vefsíðulistinn

Topplistinn

Pantana upplýsingar

Nafn:

Voffatíska

Farsími:

8975525

Staðsetning:

Þorlákshöfn

Önnur vefsíða:

http://englarnir.123.is/

Um:

Velkomið að panta af síðunni það sem ég á til. [email protected] Sími 8975525
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 128
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 83032
Samtals gestir: 8057
Tölur uppfærðar: 4.12.2022 03:49:17
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 128
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 83032
Samtals gestir: 8057
Tölur uppfærðar: 4.12.2022 03:49:17