Um migSmáhundakonan

Um mig

                        

                                       

Ég er alin upp í sveit og þegar ég var barn hafði ég mikinn áhuga á dýrum.  Ég ætlaði helst að verða dýralæknir eða bóndi.  Ekki gekk þetta nú eftir en löngu  löngu seinna fékk ég mér einn hund.  Svo urðu þeir tveir.  Enn bættist við og nú á ég nokkra hunda sem eru hver öðrum betri.  Stærsti hundurinn minn er Cavalier king charles spaniel,  lítill skæruliði sem rífur í sig morgunblaðið ef honum leiðist að bíða eftir að ég komi úr vinnunni.  það má þannig segja að ég hafi algjörlega farið í hundana.  Allt eru þetta smáhundar og ég hef afskaplega gaman af að klæða þá í föt enda eru þeir flestir kulsæknir.  Fyrst byrjaði ég að kaupa á þá  og svo fór ég að búa til föt.  Ég byrjaði að prjóna á þá lopapeysur og hafði svo gaman af því að það söfnuðust upp peysur sem ég ákvað að selja. Ég tók svo við Voffatísku og fór að sauma og prjóna hundaföt fyrir aðra hunda en mína.  Ég stofnaði svo síðuna englarnir.123.is og fór líka að búa til ýmislegt fyrir mannfólkið.  Ungbarnaskó, skart, púða og fleira. En sem sagt þetta byrjaði allt með einum litlum hundi!!! 

Ég fór snemma að vinna á sjúkrahúsum og  lærði svo hjúkrun Í Hjúkrundarskóla Íslands og hef unnið meira og minna við hjúkrun í gegnum árin.  Ýmiskonar brölt hefur verið á mér og ég lauk Bsc prófi í hjúkrunarfræði árið 1994 og meðan ég var í því námi kynntist ég guðrfæðideildinni, tók þar  kúrs í sálgæslu og það varð til þess að ég fékk áhuga að vita meira um þau mál og hóf nám í guðfræði að loknu hinu náminu.  Fyrst ætlaðaði ég að taka 30 eininga djáknanám en svo endaði ég með að taka allt cand theol námið  150 einingar og útskrifaðist sem cand theol árið 2004 og flutti þá til Þorlákshafnir þar sem ég bý núna.en vinn ennþá sem hjúkrunarfræðingur í Reykjavík og keyri á milli.  
Prjónaskap og saumaskap snerti ég ekki varla meðan ég var í Háskólanum enda nóg verkefni að vera í námi og vinna með náminu eins og ég gerði.  þetta hafði samt alltaf blundað í mér á vissan hátt og ég teiknaði og málaði sem unglingur svona mér til gamans og fór á námskeið í því.  Svo tók bara við annað tímabil. þar sem vinna, barnauppeldi og fleira tók hugann allan.
  Nú þegar ég fór að sauma og prjóna áttaði ég mig á hversu gaman ég hef af þessu stússi,  sérstaklega þegar mér dettur í hug að gera eitthvað nýtt og hanna eitthvað.  Nú er þetta orðið þannig að mig vantar eiginlega fleiri tíma í sólarhringinn til að búa til eitthvað nýtt en það þykir mér alskemmtilegast.  Stundum er ég búin að ganga með einhverja hugmynd í kollinum lengi áður en ég framkvæmi.  Núna er ég t.d. með nokkrar  Svona getur einn lítill hundur velt stóru hlassi.  emoticon


Ég er í sporðdrekamerkinu og hér eftir fer lýsing á barni í sporðdrekamerkinu:

clockhere

Tenglar

*VERÐSKRÁ*

VERÐSKRÁ 

VOFFATÍSKU

ATH.
 Bester að millifæra á mig.

Tegundapúðar

Kr 2500. (Sendingarkostnaður er ekki innifalinn)

 


FLÍS og Jogging-PEYSUR
xxxs-xs 2000,-  hettupeysur/ 1800 með kraga
s-m 2900,- hettupeysur /2700með kraga
l-xl 3900,-Hettupeysur / 3700 með kraga
                                          

                                         
GALLAR - fleece, jogging
 
XXXS-XS-  2600
              S-3100
             M-3900
             L-4900
                XL-5900

PRJÓNAGALLAR
XXXS-XS-  2500
              (S-3000
             M-3900  ekki til)

Fleece hundaKÁPUR

Meðfrönskum rennilás undir kvið og að framan. Mjög þægilegt að klæða hundinn í
XXXS-XS - 1700
S-M - 2900
L-XL - 3900

SNOOD
Eitt verð 900 ,- stykkið.


JOGGING HETTUPEYSUR
XXXS-XS 1900 með hettu og 1700 með kraga,-
S-M 2700  með hettu og 2500 með kraga
L-XL 3700  með hettu og 3500 með kraga


ÍSLENSKAR LOPAPEYSUR/án erma (þægilegar og gott að klæða hundana í)
XXXS-XS 1700,-
 S - 2300
    M - 3500  
L - 4000
XL- 4300

ÍSLENSKAR LOPAPEYSUR/m ermum
XXXS-XS 1900,-
S - 2500
    M - 3500  
L - 4200
XL- 4500


 Skraut á hálsólar
Kr 500 - 700 eftir stærð

Slaufur kr 500

BEISLI
1200-2000  Fer eftir stærð

HUNDABÆLI

Hekluð úr lopa kr 1000


BELLY BÖND/pissubelti
1500 kr til 2000 eftir stærð

    HÁLSÓLAR og taumar
 
Verð:
Svartur ómunstaður nælontaumur kr 700
Munstraðar hálsólar kr 1200

Ómunstaðaar hálsólar nælon kr 1000
Hálsólar með steinum kr 1800
Tvíburataumur nælon kr 2000LYKLAKIPPUR
Kr 700 með sendingarkostnaði


KJÓLAR
á smáhundana
xxxs, xxs og xs kr 2500 með sendingarkostnaði


MJÚK BEISLI
*væntanlegt*

JÓLAFÖTIN  

                    Jólahúfurá litla hunda kr 700 með sendingarkostnaði
                Prjónaðarjólapeysur í 0, xxxs, xxs og xs kr 2500,  
S - 2700    
M - 3700  
L - 4900
XL- 5500
Saumaðar jólaflíspeysur
xxxs-xs 2000,-
s-m 3000,-
l-xl 4000,-


Vefsíðulistinn

Topplistinn

Pantana upplýsingar

Nafn:

Voffatíska

Farsími:

8975525

Afmælisdagur:

6. nóvember

Staðsetning:

Þorlákshöfn

Önnur vefsíða:

http://englarnir.123.is/

Um:

Sendi vörur hvert á land sem er. Ég heiti Dóra og er með heimagerð hundaföt, saumuð og prjónuð. Hægt er að ná í mig í síma 8975525, senda SMS eða mail á voffatiska@simnet.is Hagkvæmast er að millifæra á mig og fá vöruna senda í venjulegum pósti.. Hægt er að panta vörur með að hringja í mig eða senda mér SMS
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 551874
Samtals gestir: 105798
Tölur uppfærðar: 21.1.2020 21:22:05
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 551874
Samtals gestir: 105798
Tölur uppfærðar: 21.1.2020 21:22:05